Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra lék á samtals níu höggum yfir pari. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45