Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2017 08:00 Það var mjög gaman á Laugardalsvellinum í september síðastliðnum þegar stelpurnar okkar voru búnar að tryggja sér sæti á EM. Hér fagna þær sigri á Slóveníu sem tryggði þeim endanlega EM-sætið. vísir/anton Þetta var söguleg undankeppni fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Stelpunum okkar tókst nú í fyrsta sinn að tryggja sig inn á EM án þess að fara í gegnum umspil. Íslenska liðið vann sinn riðil og var búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu fyrir tvo síðustu leiki sína. Íslensku stelpurnar fögnuðu EM-sætinu með því að vinna sinn sjöunda sigur í röð sem kom á móti Slóveníu 17. september en lokaleikurinn var við Skota aðeins þremur dögum síðar. Þegar lagt var í hann í upphafi undankeppninnar stefndi alltaf í hreinan úrslitaleik við Skota í lokaleiknum en þegar 20. september 2016 rann upp þá skipti sá leikur litlu máli. Íslenska liðið hafði þó bæði þá gulrót að landa fullkomni undankeppni og vinna riðilinn. Annað markmiðið náðist en 2-1 tap þýddi að liðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig fyrstu mörkin. Markatala íslenska liðsins fyrir lokaleikinn var 33-0 og liðið var búið að halda hreinu í 655 mínútur þegar Skotar komust í 1-0 í Laugardalnum. Árangur íslensku stelpnanna á útivelli var afar athyglisverður en íslenska liðið vann alla fjóra útileikina og það með markatölunni 19-0. Meðal þeirra var 4-0 sigur á Skotum í júní 2016 en með þeim sigri lagði íslenska liðið grunninn að sigri í riðlinum. 6-0 sigurinn úti í Slóveníu í síðasta leiknum haustið 2015 kom íslenska liðinu líka í mjög góða stöðu og gaf um leið skýr skilaboð um að íslensku stelpurnar væru til alls líklegar. Þessir tveir útileikir voru líklega bestu leikir íslenska liðsins í undankeppninni, tveir sannfærandi útisigrar á liðunum sem enduðu í 2. og 3. sæti riðilsins.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 10 mörk í aðeins 6 leikjum í undankeppninni. Hér fagnar hún einu af mörkum sínum.mynd/ksí/hilmar þórHarpa Þorsteinsdóttir var ekki aðeins markahæsti leikmaður íslenska riðilsins með tíu mörk heldur var hún markahæst í allri undankeppninni. Norska stelpan Ada Hegerberg og Skotinn Jane Ross skoruðu 10 mörk eins og Stjörnukonan. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sjö mörk í riðlinum og varð þar þriðja markahæst á eftir þeim Hörpu og Ross. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tvö mörk eða fleiri í undankeppninni. Íslensku stelpurnar voru meðal efstu liða bæði hvað varðar sóknarleik og varnarleik. Aðeins tvö lið skoruðu fleiri mörk en íslenska liðið í undankeppninni, Spánn (39) og Þýskaland (35), og bara Frakkland (0 mörk á sig), Þýskaland (0), Danmörk (1) og England (1) fengu á sig færri mörk.Þessi grein birtist fyrst í sérstöku EM-blaði sem fylgdi Fréttablaðinu laugardaginn 15. júlí. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00 EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Þetta var söguleg undankeppni fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Stelpunum okkar tókst nú í fyrsta sinn að tryggja sig inn á EM án þess að fara í gegnum umspil. Íslenska liðið vann sinn riðil og var búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu fyrir tvo síðustu leiki sína. Íslensku stelpurnar fögnuðu EM-sætinu með því að vinna sinn sjöunda sigur í röð sem kom á móti Slóveníu 17. september en lokaleikurinn var við Skota aðeins þremur dögum síðar. Þegar lagt var í hann í upphafi undankeppninnar stefndi alltaf í hreinan úrslitaleik við Skota í lokaleiknum en þegar 20. september 2016 rann upp þá skipti sá leikur litlu máli. Íslenska liðið hafði þó bæði þá gulrót að landa fullkomni undankeppni og vinna riðilinn. Annað markmiðið náðist en 2-1 tap þýddi að liðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig fyrstu mörkin. Markatala íslenska liðsins fyrir lokaleikinn var 33-0 og liðið var búið að halda hreinu í 655 mínútur þegar Skotar komust í 1-0 í Laugardalnum. Árangur íslensku stelpnanna á útivelli var afar athyglisverður en íslenska liðið vann alla fjóra útileikina og það með markatölunni 19-0. Meðal þeirra var 4-0 sigur á Skotum í júní 2016 en með þeim sigri lagði íslenska liðið grunninn að sigri í riðlinum. 6-0 sigurinn úti í Slóveníu í síðasta leiknum haustið 2015 kom íslenska liðinu líka í mjög góða stöðu og gaf um leið skýr skilaboð um að íslensku stelpurnar væru til alls líklegar. Þessir tveir útileikir voru líklega bestu leikir íslenska liðsins í undankeppninni, tveir sannfærandi útisigrar á liðunum sem enduðu í 2. og 3. sæti riðilsins.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 10 mörk í aðeins 6 leikjum í undankeppninni. Hér fagnar hún einu af mörkum sínum.mynd/ksí/hilmar þórHarpa Þorsteinsdóttir var ekki aðeins markahæsti leikmaður íslenska riðilsins með tíu mörk heldur var hún markahæst í allri undankeppninni. Norska stelpan Ada Hegerberg og Skotinn Jane Ross skoruðu 10 mörk eins og Stjörnukonan. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sjö mörk í riðlinum og varð þar þriðja markahæst á eftir þeim Hörpu og Ross. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tvö mörk eða fleiri í undankeppninni. Íslensku stelpurnar voru meðal efstu liða bæði hvað varðar sóknarleik og varnarleik. Aðeins tvö lið skoruðu fleiri mörk en íslenska liðið í undankeppninni, Spánn (39) og Þýskaland (35), og bara Frakkland (0 mörk á sig), Þýskaland (0), Danmörk (1) og England (1) fengu á sig færri mörk.Þessi grein birtist fyrst í sérstöku EM-blaði sem fylgdi Fréttablaðinu laugardaginn 15. júlí.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00 EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30
Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00
EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30
Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00
Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18
Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00