Milljónir tóku þátt í óformlegri atkvæðagreiðslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:54 Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 30. júlí nk. vísir/afp Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus. Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Sjá meira
Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus.
Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Sjá meira
Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00