„Við virðum íslenska liðið“ Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 15:49 Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard. vísir/vilhelm Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00
Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45
Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15
„Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15