Fótbolti

Íslendingar út um allt í miðbæ Tilburg | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessar stelpur ætlar að láta vel í sér heyra á vellinum í kvöld.
Þessar stelpur ætlar að láta vel í sér heyra á vellinum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Íslendingar verða áberandi í stúkunni á Konunglega vellinum í Tilburg í kvöld en fram að leik skemmtu allir sér saman í sumarblíðunni í miðbænum.  

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins söfnuðust saman á Pieter Vreedeplein torginu í Tilburg þar sem svokallað „Fan Zone“ er staðsett. Þaðan verður síðan gengið saman á völlinn.

Íslenski hópurinn skemmti sér og öðrum og úr varð mikil stemmning. Leikur Íslands og Frakklands hefst síðan klukkan 18.45 og er von á því að stelpurnar okkar heyri vel í löndum sínum í kvöld.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á svæðinu og náði þessum flottu myndum hér fyrir neðan.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×