Fótbolti

Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agla María Albertsdóttir og Wendie Renard í leiknum í dag.
Agla María Albertsdóttir og Wendie Renard í leiknum í dag. Vísir/AFP
Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti.

Freyr Alexandersson gaf henni tækifæri í byrjunarliðinu en Agla María Albertsdóttir er enn bara 17 ára gömul og þetta er bara hennar fimmti A-landsleikur.

Agla María lét Frakkana strax finna fyrir sér og þá sérstaklega franska fyrirliðann Wendie Renard.

Wendie Renard er einnig fyrirliði Lyon sem tryggði sér á dögunum sigur í Meistaradeild Evrópu annað árið í röð.

Wendie Renard varð að brjóta á Öglu Maríu eftir 17. mínútuna leik og fékk að launum gult spjald frá ítalska dómaranum Carinu Vitulano.

Agla María var fljótari í boltann og Renard varð að brjóta á henni. Renard skildi ekkert í gula spjaldinu en þarf nú að leika í meira en 70 mínútur með spjald á bakinu.

Wendie Renard fær hér gula spjaldið.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×