Sara Björk: "Ég er búin að jafna mig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 22:12 Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar fyrir stuðninginn eftir leikinn í kvöld. vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var eðlilega mjög svekkt þegar hún ræddi við Vísi eftir tapleikinn gegn Frakklandi í kvöld þar sem stelpurnar okkar fengu á sig mark úr vítaspyrnu á 85. mínútu. „Þetta voru svekkjandi úrslit. Maður vildi allavega fá eitt stig út úr þessum leik, hvað þá þrjú. Að fá ekkert stig eftir svona frábæra frammistöðu er erfitt. En svona er þetta. Þessi leikur er búinn,“ sagði Sara Björk. „Við spiluðum eins og við lögðum upp með. Við spiluðum frábæran varnarleik, náðum upp góðri pressu og sóttum úr skyndisóknum. Mér fannst við vera með þær í föstum leikatriðum en við hefðum getað gert betur í okkar föstu leikatriðum. Við áttum að skora.“ „Mér fannst við ekki gefa mikið af opnum færum á okkur og því er svekkjandi að fá ekkert stig út úr þessum leik,“ sagði fyrirliðinn. Sara Björk var einnig í byrjunarliðinu sem tapaði fyrir Frakklandi í fyrsta leik á EM fyrir átta árum síðan en hún segir liðið vera komið miklu lengra en þá. „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara. „Það er allt öðruvísi að ganga svona af velli stoltur þrátt fyri tap og það skiptir máli upp á næsta leik. Það er ótrúlega mikilvægt að fara inn í næsta leik með góða frammistöðu á bakinu.“ Hefur fyrirliðinn einhverjar áhyggjur af því að stelpurnar verði of lengi að komast yfir þessi úrslit í ljósi þess að það er mikilvægur leikur gegn Sviss á laugardaginn? „Nei, það er of stutt á milli leikja. Þetta er búið núna. Ég er búin að jafna mig og er tilbúin í næsta leik, sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik. 18. júlí 2017 21:58 Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta Þjálfari íslenska landsliðsins, Freyr Alexandersson var þokkalega brattur í viðtali eftir leik en hann var stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið en bar ekki sömu tilfinningarnar til dómara leiksins. 18. júlí 2017 22:00 Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Guðbjörg Gunnarsdóttir var vonsvikin er blaðamaður Vísis hitti á hana eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í dag en henni fannst vítaspyrnudómurinn ódýr og að íslenska liðið átt allaveganna stig skilið úr leiknum. 18. júlí 2017 21:45 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44 Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var eðlilega mjög svekkt þegar hún ræddi við Vísi eftir tapleikinn gegn Frakklandi í kvöld þar sem stelpurnar okkar fengu á sig mark úr vítaspyrnu á 85. mínútu. „Þetta voru svekkjandi úrslit. Maður vildi allavega fá eitt stig út úr þessum leik, hvað þá þrjú. Að fá ekkert stig eftir svona frábæra frammistöðu er erfitt. En svona er þetta. Þessi leikur er búinn,“ sagði Sara Björk. „Við spiluðum eins og við lögðum upp með. Við spiluðum frábæran varnarleik, náðum upp góðri pressu og sóttum úr skyndisóknum. Mér fannst við vera með þær í föstum leikatriðum en við hefðum getað gert betur í okkar föstu leikatriðum. Við áttum að skora.“ „Mér fannst við ekki gefa mikið af opnum færum á okkur og því er svekkjandi að fá ekkert stig út úr þessum leik,“ sagði fyrirliðinn. Sara Björk var einnig í byrjunarliðinu sem tapaði fyrir Frakklandi í fyrsta leik á EM fyrir átta árum síðan en hún segir liðið vera komið miklu lengra en þá. „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara. „Það er allt öðruvísi að ganga svona af velli stoltur þrátt fyri tap og það skiptir máli upp á næsta leik. Það er ótrúlega mikilvægt að fara inn í næsta leik með góða frammistöðu á bakinu.“ Hefur fyrirliðinn einhverjar áhyggjur af því að stelpurnar verði of lengi að komast yfir þessi úrslit í ljósi þess að það er mikilvægur leikur gegn Sviss á laugardaginn? „Nei, það er of stutt á milli leikja. Þetta er búið núna. Ég er búin að jafna mig og er tilbúin í næsta leik, sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik. 18. júlí 2017 21:58 Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta Þjálfari íslenska landsliðsins, Freyr Alexandersson var þokkalega brattur í viðtali eftir leik en hann var stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið en bar ekki sömu tilfinningarnar til dómara leiksins. 18. júlí 2017 22:00 Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Guðbjörg Gunnarsdóttir var vonsvikin er blaðamaður Vísis hitti á hana eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í dag en henni fannst vítaspyrnudómurinn ódýr og að íslenska liðið átt allaveganna stig skilið úr leiknum. 18. júlí 2017 21:45 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44 Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik. 18. júlí 2017 21:58
Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta Þjálfari íslenska landsliðsins, Freyr Alexandersson var þokkalega brattur í viðtali eftir leik en hann var stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið en bar ekki sömu tilfinningarnar til dómara leiksins. 18. júlí 2017 22:00
Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Guðbjörg Gunnarsdóttir var vonsvikin er blaðamaður Vísis hitti á hana eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í dag en henni fannst vítaspyrnudómurinn ódýr og að íslenska liðið átt allaveganna stig skilið úr leiknum. 18. júlí 2017 21:45
Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00
Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44
Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48