Fótbolti

Myndir frá svekkjandi tapi: Stelpurnar fundu fólkið sitt í stúkunni í Tilburg

Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfa upp í stúku eftir leik.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfa upp í stúku eftir leik. vísir/vilhelm
Stelpurnar okkar voru heldur betur svekktar með 1-0 tapið gegn Frakklandi í fyrsta leik liðsins á EM 2017 í kvöld.

Eina markið kom úr vítaspyrnu á 85. mínútu sem stelpurnar voru verulega ósáttar með enda var brotið á Fanndísi Friðriksdóttur í fyrri hálfleik innan teigs.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í Tilburg í dag og tók þessar glæsilegu myndir af stelpunum okkar og áhorfendum á leiknum.

Umfjöllun um leikinn má lesa hér, einkunnir leikmanna eru hér og á EM-síðunni má finna allt efni kvöldsins.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti

Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×