Fótbolti

Elín Metta leiddi íslenska liðið til móts við fjölmiðla

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
Elín Metta á gangi í átt að æfingavelli landsliðsins. Hún var fremst í flokki og fyrst í viðtöl við fjölmiðla.
Elín Metta á gangi í átt að æfingavelli landsliðsins. Hún var fremst í flokki og fyrst í viðtöl við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm
Elín Metta Jensen, framherji og kantmaður íslenska kvennalandsliðsins, gekk fremst í flokki þegar stelpurnar komu til móts við fjölmiðla í dag. Elín Metta fékk dæmda á sig vítaspyrnu undir lok leiksins í gær sem Frakkar skoruðu sigurmarkið úr. Sitt sýnist hverjum um dóminn en allir eru þó sammála um að ítalski dómarinn hafi verið úti á túni í leiknum.

Elín Metta grét eftir leikinn í gær en hún var nýkomin inn á sem varamaður þegar vítið var dæmt. Hún fór ólíkt öðrum leikmönnum íslenska liðsins ekki í viðtöl eftir leikinn. Það var því gaman að sjá að hún fór fyrir liðinu þegar stelpurnar mættu á æfingu í morgun og var fyrst til að gefa sig á tal við fjölmiðla. 

Viðtal Tómasar Þórs Þórðarsonar við Elínu Mettu má sjá hér að neðan.

Elín Metta gat meðal annars leitað til herbergisfélaga síns, Málfríðar Ernu Sigurðardóttur. Ellefu ára aldursmunur er á þeim Málfríði og Elínu sem spila saman hjá Val.

„Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ sagði Málfríður og hló.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×