Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 10:52 Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30