Taylor með þrennu í stórsigri Englendinga á Skotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 20:37 Jodie Taylor fagnar einu marka sinna. Vísir/Getty Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira