Tilraun skilar metveiði á laxi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Þjórsá er straumþung og jökullituð og lítur við fyrstu sýn ekki út sem vænleg til laxveiða þar sem hún streymir niður Urriðafoss. vísir/anton „Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi. Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi.
Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira