Lögreglan varar við netglæpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. júlí 2017 11:27 Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar. Getty Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á abendingar@lrh.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á abendingar@lrh.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira