Woods: Hef rætt við Ólafíu um að koma til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15
Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00