Volkswagen í Frakklandi laug til um sölutölur Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2017 09:33 Volkswagen bílar í Frakklandi. Upp hefur komist um upplognar sölutölur Volkswagen í Frakklandi og hefur forstjóra VW France, Jacques Rivoal, verið vikið frá störfum vegna þessa. Þessar ýktu sölutölur í Frakklandi má rekja allt til ársins 2010 og nema jafnvel yfir 800.000 bílum. Mikill fjöldi bíla var ekki skráður á eigendur sína fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel árum eftir að sala þeirra bíla hafði verið skráð sem slík í landinu. Vaninn er hinsvegar að eigendur þeirra séu skráðir fyrir bílum örfáum vikum eftir skráða sölu þeirra frá söluaðila. Þessar skálduðu sölutölur áttu við bíla Volkswagen, Audi, Skoda og Seat, en öll tilheyra þessi bílamerki Volkswagen Group. Þegar þessar upplognu sölutölur bárust eyrum Matthias Müller, forstjóra Volkswagen Group í apríl á þessu ári rak hann umsvifalaust franska forstjóra Volkswagen og voru þá gefnar upp þær ástæður að stjóprnfræðilegur ágreiningur væri ástæða brottvikningarinnar. Það er blaðið Spiegel í Þýskalandi sem greinir frá þessu og þegar þeir leituðu til Volkswagen um viðbrögð við þessum upplognu sölutölum voru engin svör gefin. Þessar vondu fréttir Volkswagen Group hljóta að svíða mjög í kjölfar dísilvélasvindlsins. Góðu fréttirnar hjá Volkswagen Group eru þó hinsvegar þær að sala bíla bílasamstæðunnar eru með ágætum nú um allan heim. Svona upplognar sölutölur eru ekki þær einu sem frést hefur af nýlega, en söluaðilar Fiat Chrysler bíla í Bandaríkjunum voru staðnir að því að gefa upp 5-6.000 bíla sölu sem ekki var fótur fyrir, fyrir um ári síðan. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent
Upp hefur komist um upplognar sölutölur Volkswagen í Frakklandi og hefur forstjóra VW France, Jacques Rivoal, verið vikið frá störfum vegna þessa. Þessar ýktu sölutölur í Frakklandi má rekja allt til ársins 2010 og nema jafnvel yfir 800.000 bílum. Mikill fjöldi bíla var ekki skráður á eigendur sína fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel árum eftir að sala þeirra bíla hafði verið skráð sem slík í landinu. Vaninn er hinsvegar að eigendur þeirra séu skráðir fyrir bílum örfáum vikum eftir skráða sölu þeirra frá söluaðila. Þessar skálduðu sölutölur áttu við bíla Volkswagen, Audi, Skoda og Seat, en öll tilheyra þessi bílamerki Volkswagen Group. Þegar þessar upplognu sölutölur bárust eyrum Matthias Müller, forstjóra Volkswagen Group í apríl á þessu ári rak hann umsvifalaust franska forstjóra Volkswagen og voru þá gefnar upp þær ástæður að stjóprnfræðilegur ágreiningur væri ástæða brottvikningarinnar. Það er blaðið Spiegel í Þýskalandi sem greinir frá þessu og þegar þeir leituðu til Volkswagen um viðbrögð við þessum upplognu sölutölum voru engin svör gefin. Þessar vondu fréttir Volkswagen Group hljóta að svíða mjög í kjölfar dísilvélasvindlsins. Góðu fréttirnar hjá Volkswagen Group eru þó hinsvegar þær að sala bíla bílasamstæðunnar eru með ágætum nú um allan heim. Svona upplognar sölutölur eru ekki þær einu sem frést hefur af nýlega, en söluaðilar Fiat Chrysler bíla í Bandaríkjunum voru staðnir að því að gefa upp 5-6.000 bíla sölu sem ekki var fótur fyrir, fyrir um ári síðan.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent