Trúir þú á tylliástæður? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Reglulega ræði ég við sýrlenska vini mína um gang mála þar í landi. Einn þeirra er fluttur aftur heim og telur að stríðinu sé að ljúka nema ný tylliástæða finnist til að kynda undir því að nýju. Frásögn þeirra er athyglisverð því hún gengur í berhögg við það sem ég les í fjölmiðlum og því langar mig að deila henni með ykkur. Þeir tala ekki um uppreisn eða borgarastríð heldur innrás, þar sem vopnin, ástæðan sem og nánast allir árásarmenn koma að utan. Þetta hefur ekkert með svokallað „arabískt vor“ að gera heldur olíuleiðslur og dreifingu sem Rússar og Sýrlendingar standa fyrir í trássi við vilja Bandaríkjamanna. Bashar al Assad var lýðræðislega endurkjörinn árið 2014. Þeir telja hæpið að hann hafi beitt efnavopnum. Sem dæmi nefna þeir að síðast þegar þeim var beitt var Sýrlandsher, með dyggri hjálp Rússa, við það að reka ISIS-liða af höndum sér. Af hverju ætti hann að beita efnavopnum, nánast með unnið spil? Af hverju gerði hann það þá ekki þegar hann átti undir högg að sækja? Af hverju gegn þegnum sínum? Efnavopnaárásin gjörbreytti afstöðu Bandaríkjaforseta sem áður hafði sagt að Bashar væri ekki til vandræða. Þess eru dæmi að Bandaríkjamenn hafi komið efnavopnum til bandamanna sinna og eins logið að heimsbyggðinni til að réttlæta innrás, með skelfilegum afleiðingum. Nú segja þeir í Hvíta húsinu að Sýrlendingar ætli að beita efnavopnum „aftur“. Tylliástæðan er komin. Sýrlendingarnir spyrja hins vegar: Ætlar þú að trúa þeim … aftur? En hvað segið þið um tylliástæður Sádi-Araba til að loka Al Jazeera? Ég segi nú bara: Hafa þjóðarleiðtogar virkilega engin skáld til að dikta eitthvað betra upp eða erum við orðin svo vitlaus að þess þarf ekki? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Reglulega ræði ég við sýrlenska vini mína um gang mála þar í landi. Einn þeirra er fluttur aftur heim og telur að stríðinu sé að ljúka nema ný tylliástæða finnist til að kynda undir því að nýju. Frásögn þeirra er athyglisverð því hún gengur í berhögg við það sem ég les í fjölmiðlum og því langar mig að deila henni með ykkur. Þeir tala ekki um uppreisn eða borgarastríð heldur innrás, þar sem vopnin, ástæðan sem og nánast allir árásarmenn koma að utan. Þetta hefur ekkert með svokallað „arabískt vor“ að gera heldur olíuleiðslur og dreifingu sem Rússar og Sýrlendingar standa fyrir í trássi við vilja Bandaríkjamanna. Bashar al Assad var lýðræðislega endurkjörinn árið 2014. Þeir telja hæpið að hann hafi beitt efnavopnum. Sem dæmi nefna þeir að síðast þegar þeim var beitt var Sýrlandsher, með dyggri hjálp Rússa, við það að reka ISIS-liða af höndum sér. Af hverju ætti hann að beita efnavopnum, nánast með unnið spil? Af hverju gerði hann það þá ekki þegar hann átti undir högg að sækja? Af hverju gegn þegnum sínum? Efnavopnaárásin gjörbreytti afstöðu Bandaríkjaforseta sem áður hafði sagt að Bashar væri ekki til vandræða. Þess eru dæmi að Bandaríkjamenn hafi komið efnavopnum til bandamanna sinna og eins logið að heimsbyggðinni til að réttlæta innrás, með skelfilegum afleiðingum. Nú segja þeir í Hvíta húsinu að Sýrlendingar ætli að beita efnavopnum „aftur“. Tylliástæðan er komin. Sýrlendingarnir spyrja hins vegar: Ætlar þú að trúa þeim … aftur? En hvað segið þið um tylliástæður Sádi-Araba til að loka Al Jazeera? Ég segi nú bara: Hafa þjóðarleiðtogar virkilega engin skáld til að dikta eitthvað betra upp eða erum við orðin svo vitlaus að þess þarf ekki? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun