Engin hætta á mengun í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 13:34 Sjósundskappar í Nauthólsvík. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels