Sigurður Egill: Þetta hlaut að detta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 22:25 Sigurður Egill skaut Valsmönnum áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/ernir „Við erum gríðarlega ánægðir. Þetta var gríðarlega góður leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum urmul færa en vorum óheppnir að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleikinn. Við vorum pínu svekktir en ákváðum að halda skipulagi því þetta hlaut að detta fyrir okkur,“ sagði Sigurður Egill Lárusson sem tryggði Valsmönnum sigur á Ventspils í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valur var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld en markið lét bíða eftir sér. Sigurður Egill segist ekki hafa orðið örvæntingarfullur þótt staðan væri markalaus langt fram eftir leik. „Nei, við fengum fullt af færum og þetta hlaut að detta. Við ætluðum að vera þéttir til baka og halda áfram,“ sagði Sigurður Egill. Fyrri leik Vals og Ventspils lyktaði með markalausu jafntefli. Valsmenn voru varfærnir í þeim leik og héldu marki sínu hreinu eins og þeir ætluðu að gera. „Þetta var svolítið öðruvísi leikur. Við spiluðum annað kerfi úti og ætluðum bara að passa markið okkar. Þetta fór samkvæmt uppskriftinni. Við ætluðum að halda jafntefli úti og eiga góða möguleika á heimavelli þar sem við erum mjög sterkir,“ sagði Sigurður Egill. Það verður nóg að gera hjá Valsmönnum á næstunni, bæði í Pepsi-deildinni og Evrópudeildinni. Sigurður Egill segist fagna því. „Það er stórleikur núna á sunnudaginn [gegn Stjörnunni] og svo förum við að einbeita okkur að Slóvenunum. Svona á þetta að vera,“ sagði Sigurður Egill en Valsmenn mæta Domzale frá Slóveníu í næstu umferð. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ventspils 1-0 | Valsmenn komnir áfram og fara til Slóveníu í næstu umferð Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn gegn slöku lettnesku liði og eru komnir áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 6. júlí 2017 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Við erum gríðarlega ánægðir. Þetta var gríðarlega góður leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum urmul færa en vorum óheppnir að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleikinn. Við vorum pínu svekktir en ákváðum að halda skipulagi því þetta hlaut að detta fyrir okkur,“ sagði Sigurður Egill Lárusson sem tryggði Valsmönnum sigur á Ventspils í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valur var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld en markið lét bíða eftir sér. Sigurður Egill segist ekki hafa orðið örvæntingarfullur þótt staðan væri markalaus langt fram eftir leik. „Nei, við fengum fullt af færum og þetta hlaut að detta. Við ætluðum að vera þéttir til baka og halda áfram,“ sagði Sigurður Egill. Fyrri leik Vals og Ventspils lyktaði með markalausu jafntefli. Valsmenn voru varfærnir í þeim leik og héldu marki sínu hreinu eins og þeir ætluðu að gera. „Þetta var svolítið öðruvísi leikur. Við spiluðum annað kerfi úti og ætluðum bara að passa markið okkar. Þetta fór samkvæmt uppskriftinni. Við ætluðum að halda jafntefli úti og eiga góða möguleika á heimavelli þar sem við erum mjög sterkir,“ sagði Sigurður Egill. Það verður nóg að gera hjá Valsmönnum á næstunni, bæði í Pepsi-deildinni og Evrópudeildinni. Sigurður Egill segist fagna því. „Það er stórleikur núna á sunnudaginn [gegn Stjörnunni] og svo förum við að einbeita okkur að Slóvenunum. Svona á þetta að vera,“ sagði Sigurður Egill en Valsmenn mæta Domzale frá Slóveníu í næstu umferð.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ventspils 1-0 | Valsmenn komnir áfram og fara til Slóveníu í næstu umferð Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn gegn slöku lettnesku liði og eru komnir áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 6. júlí 2017 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Valur - Ventspils 1-0 | Valsmenn komnir áfram og fara til Slóveníu í næstu umferð Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn gegn slöku lettnesku liði og eru komnir áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 6. júlí 2017 22:30