Ofurbónusar Hörður Ægisson skrifar 7. júlí 2017 09:49 Hvað er eðlilegt að greiða starfsmönnum mikið í bónus? Við því er ekki neitt einhlítt svar en ljóst er að fregnir af bónusum til handa örfáum stjórnendum gömlu bankanna hafa misboðið almenningi. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni að fjórir stjórnendur LBI, áður gamli Landsbankinn, myndu samanlagt fá 350 til 370 milljónir í bónusa vegna ákvörðunar Landsbankans um að flýta endurgreiðslu á skuld sinni við LBI. Þær greiðslur eru aðeins lítill hluti af bónuskerfi LBI en stjórnendur félagsins, meðal annars tveir Íslendingar, geta vænst þess að bónuspotturinn verði yfir tveir milljarðar. Þótt slíkar bónusgreiðslur eigi sér enga skírskotun í íslenskan veruleika eru þær ekki einsdæmi þegar kemur að þeim eignarhaldsfélögum sem voru stofnuð á grunni eigna hinna föllnu banka. Í öllum tilfellum samþykktu hluthafar þeirra, sem eru einkum erlendir vogunarsjóðir, að koma á fót umfangsmiklu bónuskerfi. Fyrir liggur að bónusgreiðslur félaganna munu samanlagt nema vel yfir tíu milljörðum. Í einhverjum tilfellum falla þeir bónusar í skaut Íslendinga sem munu fá – og sumir hafa þegar fengið – mörg hundruð milljónir á mann. Sá bónus sem stjórnendur LBI hafa tryggt sér vegna fyrirframgreiðslna Landsbankans er merkilegur fyrir þær sakir að ekki verður séð að þeir hafi lagt neitt af mörkum eða haft áhrif á það að bankinn gerði upp skuldina við LBI níu árum fyrir lokagjalddaga. Engu að síður skilar sú niðurstaða þeim að meðaltali um 90 milljónum á mann í bónus. Með öðrum orðum fá þeir í reynd bónus fyrir að gera ekki neitt. Það er vel af sér vikið. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að sambærilegar bónusgreiðslur tíðkast með engum hætti á meðal íslenskra fyrirtækja um þessar mundir – hvorki í fjármálageiranum né atvinnulífinu almennt. Þannig gilda mun strangari reglur um kaupaukagreiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja en í okkar nágrannalöndum og mega þau ekki greiða meira í bónus en sem nemur 25 prósentum af árslaunum starfsmanna. Reynslan hefur enda sýnt að óheftir kaupaukar í kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum, sem sýsla með innlán almennings, ýta undir óhóflega áhættusækni til skamms tíma sem getur endað með skelfingu fyrir allt hagkerfið. Þau rök eiga ekki við í tilfelli eignarhaldsfélaga gömlu bankanna, sem eru ekki starfandi fjármálafyrirtæki og lúta ekki eftirliti FME, heldur hafa það eina hlutverk að selja eignir og greiða út til skuldabréfaeigenda. Þessar einföldu staðreyndir virðast stundum flækjast fyrir sumum, jafnvel þingmönnum, sem ættu líklega sumir hverjir að vita betur. Þrátt fyrir að hörð viðbrögð almennings við ævintýralegum bónusgreiðslum séu skiljanleg þá eru takmörk fyrir því hversu langt löggjafinn getur gengið í að hafa afskipti af einkaréttarlegum samningum fyrirtækja. Þá vilja þingmenn oft gleyma því, þegar þeir setja fram misgáfulegar hugmyndir um ofurskatta á bónusa, að skattlagning þarf að vera almenn og skattaandlagið ákveðið með hlutlægum hætti. Raunveruleikinn er sá að ef girt verður fyrir slíkar bónusgreiðslur þá munu þeir fjármunir þess í stað skila sér í auknum endurheimtum erlendra vogunarsjóða og ríkissjóður fær ekki krónu í sinn hlut í formi skattgreiðslna. Ekki er að sjá að íslenskur almenningur væri endilega betur settur með þá niðurstöðu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun
Hvað er eðlilegt að greiða starfsmönnum mikið í bónus? Við því er ekki neitt einhlítt svar en ljóst er að fregnir af bónusum til handa örfáum stjórnendum gömlu bankanna hafa misboðið almenningi. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni að fjórir stjórnendur LBI, áður gamli Landsbankinn, myndu samanlagt fá 350 til 370 milljónir í bónusa vegna ákvörðunar Landsbankans um að flýta endurgreiðslu á skuld sinni við LBI. Þær greiðslur eru aðeins lítill hluti af bónuskerfi LBI en stjórnendur félagsins, meðal annars tveir Íslendingar, geta vænst þess að bónuspotturinn verði yfir tveir milljarðar. Þótt slíkar bónusgreiðslur eigi sér enga skírskotun í íslenskan veruleika eru þær ekki einsdæmi þegar kemur að þeim eignarhaldsfélögum sem voru stofnuð á grunni eigna hinna föllnu banka. Í öllum tilfellum samþykktu hluthafar þeirra, sem eru einkum erlendir vogunarsjóðir, að koma á fót umfangsmiklu bónuskerfi. Fyrir liggur að bónusgreiðslur félaganna munu samanlagt nema vel yfir tíu milljörðum. Í einhverjum tilfellum falla þeir bónusar í skaut Íslendinga sem munu fá – og sumir hafa þegar fengið – mörg hundruð milljónir á mann. Sá bónus sem stjórnendur LBI hafa tryggt sér vegna fyrirframgreiðslna Landsbankans er merkilegur fyrir þær sakir að ekki verður séð að þeir hafi lagt neitt af mörkum eða haft áhrif á það að bankinn gerði upp skuldina við LBI níu árum fyrir lokagjalddaga. Engu að síður skilar sú niðurstaða þeim að meðaltali um 90 milljónum á mann í bónus. Með öðrum orðum fá þeir í reynd bónus fyrir að gera ekki neitt. Það er vel af sér vikið. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að sambærilegar bónusgreiðslur tíðkast með engum hætti á meðal íslenskra fyrirtækja um þessar mundir – hvorki í fjármálageiranum né atvinnulífinu almennt. Þannig gilda mun strangari reglur um kaupaukagreiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja en í okkar nágrannalöndum og mega þau ekki greiða meira í bónus en sem nemur 25 prósentum af árslaunum starfsmanna. Reynslan hefur enda sýnt að óheftir kaupaukar í kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum, sem sýsla með innlán almennings, ýta undir óhóflega áhættusækni til skamms tíma sem getur endað með skelfingu fyrir allt hagkerfið. Þau rök eiga ekki við í tilfelli eignarhaldsfélaga gömlu bankanna, sem eru ekki starfandi fjármálafyrirtæki og lúta ekki eftirliti FME, heldur hafa það eina hlutverk að selja eignir og greiða út til skuldabréfaeigenda. Þessar einföldu staðreyndir virðast stundum flækjast fyrir sumum, jafnvel þingmönnum, sem ættu líklega sumir hverjir að vita betur. Þrátt fyrir að hörð viðbrögð almennings við ævintýralegum bónusgreiðslum séu skiljanleg þá eru takmörk fyrir því hversu langt löggjafinn getur gengið í að hafa afskipti af einkaréttarlegum samningum fyrirtækja. Þá vilja þingmenn oft gleyma því, þegar þeir setja fram misgáfulegar hugmyndir um ofurskatta á bónusa, að skattlagning þarf að vera almenn og skattaandlagið ákveðið með hlutlægum hætti. Raunveruleikinn er sá að ef girt verður fyrir slíkar bónusgreiðslur þá munu þeir fjármunir þess í stað skila sér í auknum endurheimtum erlendra vogunarsjóða og ríkissjóður fær ekki krónu í sinn hlut í formi skattgreiðslna. Ekki er að sjá að íslenskur almenningur væri endilega betur settur með þá niðurstöðu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun