Sigga Beinteins goðsögn Innipúkans Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:15 Sigga Beinteins hefur einu sinni eða tvisvar skemmt fólki á tónleikum og það leikandi. Í ár syngur hún með bandinu Babies. Vísir/Ernir „Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun