Sigga Beinteins goðsögn Innipúkans Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:15 Sigga Beinteins hefur einu sinni eða tvisvar skemmt fólki á tónleikum og það leikandi. Í ár syngur hún með bandinu Babies. Vísir/Ernir „Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“ Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“
Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira