Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2017 07:00 HB Grandi ætlar að hætta með botnfiskvinnslu á Akranesi. vísir/anton brink Um fjórir af hverjum tíu starfsmönnum HB Granda á Akranesi hafa sótt um áframhaldandi störf hjá fyrirtækinu. Það liggur fyrir um miðjan júlí hve margir fá vinnu. Formaður verkalýðsfélagsins er svartsýnn á að vinnu sé að hafa fyrir stóran hluta hópsins.Vilhjálmur Birgisson„Síðast þegar ég vissi voru 36 búnir að sækja um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. Ég held að langstærstur hluti hafi sótt um starf á Akranesi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Upplýsingar hans eru frá miðri liðinni viku og því ekki útilokað að bæst hafi í hópinn. Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu í mars að fyrirtækið ætlaði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 starfsmönnum. Þeim stóð til boða að sækja um í uppsjávarvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á staðnum. Þá stendur til boða að starfa hjá dótturfélögunum Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni á Akranesi. „Mér heyrist á flestum að þeir hafi í hyggju að sækja um þar. Það liggur ekki fyrir hvort þar verði störf að fá. Samkvæmt mínum upplýsingum verða það örfá störf,“ segir Vilhjálmur. „Ég óttast að 1. september verðum við með sextíu til áttatíu manns án atvinnu.“ Starfsfólk sem sagt var upp hefur fram að mánaðamótum til að gera upp hug sinn. Um miðjan júlí á svo að liggja fyrir hve margir fá áframhaldandi starf hjá HB Granda eða dótturfélögum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki staðfesta hve margar umsóknir hefðu borist. Lítið sé hægt að segja um stöðuna fyrr en að liðnum frestinum, þann1. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Um fjórir af hverjum tíu starfsmönnum HB Granda á Akranesi hafa sótt um áframhaldandi störf hjá fyrirtækinu. Það liggur fyrir um miðjan júlí hve margir fá vinnu. Formaður verkalýðsfélagsins er svartsýnn á að vinnu sé að hafa fyrir stóran hluta hópsins.Vilhjálmur Birgisson„Síðast þegar ég vissi voru 36 búnir að sækja um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. Ég held að langstærstur hluti hafi sótt um starf á Akranesi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Upplýsingar hans eru frá miðri liðinni viku og því ekki útilokað að bæst hafi í hópinn. Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu í mars að fyrirtækið ætlaði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 starfsmönnum. Þeim stóð til boða að sækja um í uppsjávarvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á staðnum. Þá stendur til boða að starfa hjá dótturfélögunum Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni á Akranesi. „Mér heyrist á flestum að þeir hafi í hyggju að sækja um þar. Það liggur ekki fyrir hvort þar verði störf að fá. Samkvæmt mínum upplýsingum verða það örfá störf,“ segir Vilhjálmur. „Ég óttast að 1. september verðum við með sextíu til áttatíu manns án atvinnu.“ Starfsfólk sem sagt var upp hefur fram að mánaðamótum til að gera upp hug sinn. Um miðjan júlí á svo að liggja fyrir hve margir fá áframhaldandi starf hjá HB Granda eða dótturfélögum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki staðfesta hve margar umsóknir hefðu borist. Lítið sé hægt að segja um stöðuna fyrr en að liðnum frestinum, þann1. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14
Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32