Glódís Perla: „Þú getur breytt þessu flugi heim“ | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2017 09:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00