Daniel Day-Lewis segir skilið við leiklistina Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 22:31 Daniel Day-Lewis á Óskarsverðlaununum sem haldin voru í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira