Daniel Day-Lewis segir skilið við leiklistina Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 22:31 Daniel Day-Lewis á Óskarsverðlaununum sem haldin voru í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira