Daniel Day-Lewis segir skilið við leiklistina Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 22:31 Daniel Day-Lewis á Óskarsverðlaununum sem haldin voru í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein