Noel ætlar ekki að leigja bílaleigubíl að þessu sinni Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2017 13:19 Íslandsvinurinn Noel Santillan kominn til landsins og er það án efa mörgum fagnaðarefni en hann vann hug og hjörtu þjóðarinnar í fyrra, þegar hann var hér á ferð. Hann er nú staddur í Hörpu. „Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
„Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54