Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 14:11 Harpa varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í vor. vísir/eyþór Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30