Harpa: Tek pressunni fagnandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2017 19:30 Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. Harpa var markahæst í undankeppni EM þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjum Íslands. Íslenska liðinu hefur gengið illa að skora í fjarveru Hörpu sem fann fyrir pressu að snúa aftur á fótboltavöllinn fyrir EM. „Það er gott að fá þessa pressu og ég tek henni fagnandi. Þá veit ég að það eru not fyrir mig, bæði hjá Stjörnunni og landsliðinu. Ég horfi bara jákvæðum augum á það,“ sagði Harpa í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það ekkert mál að fara úr móðurhlutverkinu og inn á völlinn. „Ég elska það. Ég fæ rosalega mikið út úr því að vera með strákunum mínum og spjúpdóttur hérna heima og gef mig alla í það. En svo finnst mér rosalega gott að komast út á völlinn og kúpla mig frá því,“ sagði Harpa sem segist vera í góðu líkamlegu formi. „Ég er í eins góðu standi og búast má við á þessum tímapunkti. Ég æfði vel meðan ég var ófrísk og allt gekk vel. Hann hefur verið vær og í raun hefur allt gengið upp sem ég hef gert. Ég er búin að gera mitt og svo er bara að sjá hvort það sé nóg,“ sagði markadrottningin. En er þetta ekkert mál, að koma sér aftur á stað eftir barnsburð? „Þetta er mikið mál,“ sagði Harpa og hló. „Ég ætla ekki að fara í felur með það. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og maður er með réttan stuðning. Og ég er svo sannarlega með hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Lauflétt hjá Blikum | Mexíkósk sveifla hjá Val Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 20. júní 2017 21:14 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. Harpa var markahæst í undankeppni EM þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjum Íslands. Íslenska liðinu hefur gengið illa að skora í fjarveru Hörpu sem fann fyrir pressu að snúa aftur á fótboltavöllinn fyrir EM. „Það er gott að fá þessa pressu og ég tek henni fagnandi. Þá veit ég að það eru not fyrir mig, bæði hjá Stjörnunni og landsliðinu. Ég horfi bara jákvæðum augum á það,“ sagði Harpa í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það ekkert mál að fara úr móðurhlutverkinu og inn á völlinn. „Ég elska það. Ég fæ rosalega mikið út úr því að vera með strákunum mínum og spjúpdóttur hérna heima og gef mig alla í það. En svo finnst mér rosalega gott að komast út á völlinn og kúpla mig frá því,“ sagði Harpa sem segist vera í góðu líkamlegu formi. „Ég er í eins góðu standi og búast má við á þessum tímapunkti. Ég æfði vel meðan ég var ófrísk og allt gekk vel. Hann hefur verið vær og í raun hefur allt gengið upp sem ég hef gert. Ég er búin að gera mitt og svo er bara að sjá hvort það sé nóg,“ sagði markadrottningin. En er þetta ekkert mál, að koma sér aftur á stað eftir barnsburð? „Þetta er mikið mál,“ sagði Harpa og hló. „Ég ætla ekki að fara í felur með það. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og maður er með réttan stuðning. Og ég er svo sannarlega með hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Lauflétt hjá Blikum | Mexíkósk sveifla hjá Val Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 20. júní 2017 21:14 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00
Lauflétt hjá Blikum | Mexíkósk sveifla hjá Val Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 20. júní 2017 21:14
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11