May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 21:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í dag. Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31
Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33
Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00