Innlent

16 milljónir hafa safnast fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ljóst er að fólki er annt um Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Ljóst er að fólki er annt um Slysavarnarfélagið Landsbjörg. WOW
Rétt fyrir klukkan hálf 11 í morgun náði heildarupphæð í áheitasöfnun WOW Cyclothon 16 milljónum króna. Safnað er fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem mun úthluta söfnunarfé til Björgunar- og slysavarnarsveita landsins.

Núna þegar flestir keppendur eru að hefja sinn endasprett er spenningurinn í hámarki og hafa því aðstandendur verið duglegir að sýna þeim stuðning með áheitum.

CCP, sem trónir í efsta sæti fjáröflunarkeppninnar með 1.075.000, fékk skyndilega samkeppni frá ólíklegum aðila í gær þegar keppendur í liðnu Aero Mag, sem er skipað starfsmönnum fyrirtækisins, stökk upp í annað sætið og hefur nú safnað 967.000 krónum. Í þriðja sæti er lið Toyota með 462.700 krónur.

Alls hafa 11 lið safnað meira en 300.000 krónum, 26 lið meira en 200.000 krónum og 49 lið meira en 100.000 krónum.


Tengdar fréttir

Keppendur í WOW Cyclothon hjóluðu ofan í Hvalfjarðargöngin

Talsverðar umferðartafir urðu í Hvalfjarðargöngum í gærkvöldi þegar sex erlendir hjólreiðamenn í tveimur liðum í WOW Cyclothon keppninni hjóluðu ofan í göngin í trássi við bann þar sem þeir áttu að hjóla fyrir fjörðinn eins og aðrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×