Kaupmáttur öryrkja Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2017 12:07 Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð.
Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar