Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Unnur Stefánsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Örnólfur Thorsson forsetaritari fá öll launahækkun. Vísir Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. Meðal þeirra sem fengu hækkun var Örnólfur Thorsson forsetaritari. Föst mánaðarlaun hans hækka um rúmlega 200 þúsund krónur og verða rúmlega 1,3 milljónir. Þá hefur verið tekið tillit til fastrar yfirvinnu. Hækkunin er afturvirk til 1. október í fyrra. Helgi I. Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. Hins vegar er hann flokki hærri en aðrir dómarar við réttinn. Laun hans verða 1,9 milljónir eftir hækkunina. Líkt og hjá forsetaritara er hækkunin afturvirk til 1. október í fyrra. Hækkunin er til komin vegna bréfs varaforsetans til kjararáðs þar sem hann óskar eftir hækkuninni. Varaforseti sé staðgengill forseta og rétt sé að það endurspeglist í kjörum hans. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar fá hækkun sem er afturvirk til átján mánaða. Laun forstjóra FME voru ákveðin tæpar 1,2 milljónir en ofan á það smyrst um 620 þúsunda föst yfirvinna. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar hækkar um 100 þúsund krónur. Sendiherrar hækka í launum afturvirkt til eins árs og verða laun þeirra eftir hækkun 1,2 milljónir hið minnsta. Hækkunin er mismikil eftir mannaforráðum sendiherra. Þá verður ríkisendurskoðandi með 1,7 milljónir, afturvirkt til þrettán mánaða, hagstofustjóri fær tæpar 1,5 milljónir og ferðamálastjóri 1,47 milljónir afturvirkt til 1. október. Í öllum upphæðunum hefur verið tekið tillit til fastákveðinnar yfirvinnu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. Meðal þeirra sem fengu hækkun var Örnólfur Thorsson forsetaritari. Föst mánaðarlaun hans hækka um rúmlega 200 þúsund krónur og verða rúmlega 1,3 milljónir. Þá hefur verið tekið tillit til fastrar yfirvinnu. Hækkunin er afturvirk til 1. október í fyrra. Helgi I. Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. Hins vegar er hann flokki hærri en aðrir dómarar við réttinn. Laun hans verða 1,9 milljónir eftir hækkunina. Líkt og hjá forsetaritara er hækkunin afturvirk til 1. október í fyrra. Hækkunin er til komin vegna bréfs varaforsetans til kjararáðs þar sem hann óskar eftir hækkuninni. Varaforseti sé staðgengill forseta og rétt sé að það endurspeglist í kjörum hans. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar fá hækkun sem er afturvirk til átján mánaða. Laun forstjóra FME voru ákveðin tæpar 1,2 milljónir en ofan á það smyrst um 620 þúsunda föst yfirvinna. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar hækkar um 100 þúsund krónur. Sendiherrar hækka í launum afturvirkt til eins árs og verða laun þeirra eftir hækkun 1,2 milljónir hið minnsta. Hækkunin er mismikil eftir mannaforráðum sendiherra. Þá verður ríkisendurskoðandi með 1,7 milljónir, afturvirkt til þrettán mánaða, hagstofustjóri fær tæpar 1,5 milljónir og ferðamálastjóri 1,47 milljónir afturvirkt til 1. október. Í öllum upphæðunum hefur verið tekið tillit til fastákveðinnar yfirvinnu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira