Þúsundkallastríð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. júní 2017 07:00 Gjarnan hefur verið sagt að stjórnmálamenn græði manna mest á styrjöldum. Þær séu til þess fallnar að þjappa þjóðum saman og sýna leiðtoga í jákvæðu ljósi. Einstaka leiðtogar eru grunaðir um að hafa fundið sér tylliástæðu til stríðsbrölts til að upphefja eigin vinsældir. Falklandseyjastríð Margaret Thatcher var stundum nefnt í þessu samhengi, og jafnvel Íraksstríð Bush feðga. Þessi hugmynd var svo sýnd í fremur spaugilegu ljósi í kvikmyndinni Wag the Dog, þar sem Bandaríkjaforseti í vandræðum skáldaði upp stríð við fjarlægt ríki til að tryggja eigið endurkjör. Engu líkara er en að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hafi gripið til örþrifaráða af svipuðum toga nú þegar fylgi ríkisstjórnarinnar, Viðreisnar og hans sjálfs virðist á hraðri leið með að fjara út. Sem betur fer stendur Benedikt þó ekki í hefðbundnu hernaðarbrölti. Hann sker upp herör gegn skattsvikurum. Öll getum við verið sammála um erindi ráðherrans – skattsvik eru þjóðarmein. En að slík háttsemi verði upprætt með því að taka tíu og fimm þúsund króna seðla úr umferð er fjarstæðukennt. Þeir sem stunda svartar greiðslur eða svarta atvinnustarfsemi láta það varla trufla sig verulega að þurfa að bíða eilítið lengur í hraðbankanum. Svo flýtur allt í erlendum gjaldeyri á Íslandi. Þar fyrir utan virðist fjármálaráðherra lítið hafa velt fyrir sér hliðarverkunum svona aðgerðar. Á með þessu að þvinga alla Íslendinga til viðskipta við bankastofnanir með tilheyrandi kostnaði og eftirliti með einkamálefnum? Mörgum þykir milliliðakostnaður nægur fyrir. Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi að fólk ákveði sjálft hvort það nýti sér bankaþjónustu en stjórnvöld neyði þeim ekki upp á okkur öll í einu formálalaust? Hvernig á að útfæra heimildir ríkisins til að fylgjast með einkafjármálum fólks? Ef plön Benedikts ganga eftir og uppræta á skattsvik með því að beina hverri krónu í einhvern skráðan farveg hlýtur það að kalla á stóraukið eftirlit ríkisins með reikningum fólks og einkamálum þess. Bankareikningar okkar geyma gríðarlegar upplýsingar um háttsemi og neyslumunstur. Auðvelt er að færa fyrir því rök að við eigum að fá að halda slíku út af fyrir okkur. Að minnsta kosti þarf að búa þannig um hnútana að aðgangur ríkisins og annarra að slíkum upplýsingum lúti ströngum skilyrðum. Benedikt Jóhannsson má eiga að hann hugsar stundum stórt. Hann var til skamms tíma öflugri en flest starfssystkini hans í stjórnmálunum í stuðningi við að krónunni yrði skipt út fyrir nýja mynt. Fyrir það fékk hann mörg atkvæði í síðustu kosningum. Þó að örlögin hafi hagað því þannig að lítið hafi orðið um efndir skorti hann aldrei röksemdir fyrir þeirri hugmynd. Frekar að fólk spyrji sig hvers vegna hann fylgir henni ekki eftir af meiri dug. Útrýming reiðufjár er líka stór hugmynd. En nú er erfiðara að koma auga á rökin, enda hefur Benedikt þegar hopað. Kaldhæðni örlaganna er þó sú að sá sem mest særist í fyrstu orustu þessa stríðs er fjármálaráðherrann sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Gjarnan hefur verið sagt að stjórnmálamenn græði manna mest á styrjöldum. Þær séu til þess fallnar að þjappa þjóðum saman og sýna leiðtoga í jákvæðu ljósi. Einstaka leiðtogar eru grunaðir um að hafa fundið sér tylliástæðu til stríðsbrölts til að upphefja eigin vinsældir. Falklandseyjastríð Margaret Thatcher var stundum nefnt í þessu samhengi, og jafnvel Íraksstríð Bush feðga. Þessi hugmynd var svo sýnd í fremur spaugilegu ljósi í kvikmyndinni Wag the Dog, þar sem Bandaríkjaforseti í vandræðum skáldaði upp stríð við fjarlægt ríki til að tryggja eigið endurkjör. Engu líkara er en að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hafi gripið til örþrifaráða af svipuðum toga nú þegar fylgi ríkisstjórnarinnar, Viðreisnar og hans sjálfs virðist á hraðri leið með að fjara út. Sem betur fer stendur Benedikt þó ekki í hefðbundnu hernaðarbrölti. Hann sker upp herör gegn skattsvikurum. Öll getum við verið sammála um erindi ráðherrans – skattsvik eru þjóðarmein. En að slík háttsemi verði upprætt með því að taka tíu og fimm þúsund króna seðla úr umferð er fjarstæðukennt. Þeir sem stunda svartar greiðslur eða svarta atvinnustarfsemi láta það varla trufla sig verulega að þurfa að bíða eilítið lengur í hraðbankanum. Svo flýtur allt í erlendum gjaldeyri á Íslandi. Þar fyrir utan virðist fjármálaráðherra lítið hafa velt fyrir sér hliðarverkunum svona aðgerðar. Á með þessu að þvinga alla Íslendinga til viðskipta við bankastofnanir með tilheyrandi kostnaði og eftirliti með einkamálefnum? Mörgum þykir milliliðakostnaður nægur fyrir. Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi að fólk ákveði sjálft hvort það nýti sér bankaþjónustu en stjórnvöld neyði þeim ekki upp á okkur öll í einu formálalaust? Hvernig á að útfæra heimildir ríkisins til að fylgjast með einkafjármálum fólks? Ef plön Benedikts ganga eftir og uppræta á skattsvik með því að beina hverri krónu í einhvern skráðan farveg hlýtur það að kalla á stóraukið eftirlit ríkisins með reikningum fólks og einkamálum þess. Bankareikningar okkar geyma gríðarlegar upplýsingar um háttsemi og neyslumunstur. Auðvelt er að færa fyrir því rök að við eigum að fá að halda slíku út af fyrir okkur. Að minnsta kosti þarf að búa þannig um hnútana að aðgangur ríkisins og annarra að slíkum upplýsingum lúti ströngum skilyrðum. Benedikt Jóhannsson má eiga að hann hugsar stundum stórt. Hann var til skamms tíma öflugri en flest starfssystkini hans í stjórnmálunum í stuðningi við að krónunni yrði skipt út fyrir nýja mynt. Fyrir það fékk hann mörg atkvæði í síðustu kosningum. Þó að örlögin hafi hagað því þannig að lítið hafi orðið um efndir skorti hann aldrei röksemdir fyrir þeirri hugmynd. Frekar að fólk spyrji sig hvers vegna hann fylgir henni ekki eftir af meiri dug. Útrýming reiðufjár er líka stór hugmynd. En nú er erfiðara að koma auga á rökin, enda hefur Benedikt þegar hopað. Kaldhæðni örlaganna er þó sú að sá sem mest særist í fyrstu orustu þessa stríðs er fjármálaráðherrann sjálfur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun