Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að gera frábæra hluti. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í golfsögu Íslendinga en í gær var tilkynnt að hún vann sér inn að spila á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago um næstu helgi en það er eitt af fimm risamótunum í kvennagolfinu. Hún tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Þetta er næststærsta og næstelsta risamótið í kvennagolfinu en bara opna bandaríska meistaramótið þykir stærra. Þarna skipta kylfingar með sér 3,5 milljónum dollara í verðlaunafé en sigurvegarinn fær 525.000 dollara. Ólafía mætir væntanlega full sjálfstrausts til leiks eftir mjög góða spilamennsku á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni um helgina. Hún lauk leik þar í gær á fjórum höggum undir pari og náði sínum næstbesta árangri í mótaröðinni. Ekki slæmt veganesti það. „Þetta er náttúrlega afrek. Hún er að brjóta blað. Það hefur enginn gert þetta áður. Það er stórkostlegt í sjálfu sér,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik og einn besti kvenkylfingur Íslandssögunnar um árangur Ólafíu við íþróttadeild 365 en báðar eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur. „Þetta er annað stærsta mótið ef við horfum til peninganna sem eru í boði. Það er um helmingi meira af fjármunum í verðlaunafé í þessu móti heldur en þessum hefðbundnu. Þetta er bara æðislegt. Hún er komin þangað sem hana hefur alltaf dreymt um að vera.“ Mótið er stórt og gefur ekki bara meiri pening heldur líka fleiri stig sem skiptir máli. „Það eru ekki bara meiri fjármunir í boði á svona risamóti heldur líka fleiri stig sem þýðir að Ólafía þarf ekki að standa sig jafnvel til að fá fleiri stig. Það er mjög mikilvægt. Hún er í 134. sæti á stigalista mótaraðarinnar og vafalítið á hún eftir að hoppa upp listann,“ segir Ragnhildur en Ólafía þarf að klifra ofar á stigalistanum til að halda LPGA-kortinu sínu. KPMG-mótið hjálpar þar til. Ólafía missti af nokkrum niðurskurðum eftir góða byrjun á mótaröðinni en Ragnhildur segir það geta komið fyrir alla. „Þetta er miklu meira en bara tölur á blaði. Það er svo margt sem hefur áhrif á okkur þegar er komið á svona stór mót. Hún hefur líka verið í meiðslum og var með taugaklemmu í öxl sem er að lagast. Ég talaði við pabba hennar og hún fann ekkert fyrir því núna. Hún er á réttri leið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir. Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í golfsögu Íslendinga en í gær var tilkynnt að hún vann sér inn að spila á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago um næstu helgi en það er eitt af fimm risamótunum í kvennagolfinu. Hún tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Þetta er næststærsta og næstelsta risamótið í kvennagolfinu en bara opna bandaríska meistaramótið þykir stærra. Þarna skipta kylfingar með sér 3,5 milljónum dollara í verðlaunafé en sigurvegarinn fær 525.000 dollara. Ólafía mætir væntanlega full sjálfstrausts til leiks eftir mjög góða spilamennsku á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni um helgina. Hún lauk leik þar í gær á fjórum höggum undir pari og náði sínum næstbesta árangri í mótaröðinni. Ekki slæmt veganesti það. „Þetta er náttúrlega afrek. Hún er að brjóta blað. Það hefur enginn gert þetta áður. Það er stórkostlegt í sjálfu sér,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik og einn besti kvenkylfingur Íslandssögunnar um árangur Ólafíu við íþróttadeild 365 en báðar eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur. „Þetta er annað stærsta mótið ef við horfum til peninganna sem eru í boði. Það er um helmingi meira af fjármunum í verðlaunafé í þessu móti heldur en þessum hefðbundnu. Þetta er bara æðislegt. Hún er komin þangað sem hana hefur alltaf dreymt um að vera.“ Mótið er stórt og gefur ekki bara meiri pening heldur líka fleiri stig sem skiptir máli. „Það eru ekki bara meiri fjármunir í boði á svona risamóti heldur líka fleiri stig sem þýðir að Ólafía þarf ekki að standa sig jafnvel til að fá fleiri stig. Það er mjög mikilvægt. Hún er í 134. sæti á stigalista mótaraðarinnar og vafalítið á hún eftir að hoppa upp listann,“ segir Ragnhildur en Ólafía þarf að klifra ofar á stigalistanum til að halda LPGA-kortinu sínu. KPMG-mótið hjálpar þar til. Ólafía missti af nokkrum niðurskurðum eftir góða byrjun á mótaröðinni en Ragnhildur segir það geta komið fyrir alla. „Þetta er miklu meira en bara tölur á blaði. Það er svo margt sem hefur áhrif á okkur þegar er komið á svona stór mót. Hún hefur líka verið í meiðslum og var með taugaklemmu í öxl sem er að lagast. Ég talaði við pabba hennar og hún fann ekkert fyrir því núna. Hún er á réttri leið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir.
Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33