Erlent

Íhaldsmenn og DUP ná saman um nýja stjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May, formaður Íhaldsflokksins, og Arlene Foster, formaður DUP, fyrir utan Downing-stræti 10 í morgun.
Theresa May, formaður Íhaldsflokksins, og Arlene Foster, formaður DUP, fyrir utan Downing-stræti 10 í morgun. Vísir/AFP
Breski Íhaldsflokkurinn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) hafa náð saman um myndun nýrrar stjórnar í landinu. Theresa May mun leiða minnihlutastjórn Íhaldsflokksins sem mun njóta stuðnings DUP.

BBC greinir frá því að samkomulag hafi loks náðst í morgun, um hálfum mánuði eftir bresku þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn missti meirihluta sinn á þingi.

Tíu þingmenn DUP munu styðja þingflokk Íhaldsmanna í mikilvægum atkvæðagreiðslum á þingi, en ekki verður um formlegt bandalag flokkanna að ræða. DUP verður ekki með neina ráðherra í stjórninni.

Viðræður flokkanna hafa að stórum hluta snúið að fjárframlögum til Norður-Írlands og yfirvofandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Samkvæmt leiðtogum DUP hefur Íhaldsflokkurinn meðal annars samþykkt að bresk stjórnvöld auki stuðning við fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi.

May boðaði óvænt til kosninga í vor þar sem hún sagðist vilja sækja nýtt umboð frá þjóðinni áður en ráðist yrði í Brexit-viðræðurnar við Evrópusambandið.

Íhaldsflokknum vantaði níu þingsæti til að ná hreinum meirihluta og leitaði því eftir samstarfi við DUP.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×