Voru án Dagnýjar vegna pressu frá Portland: „Það versta er að koma henni í þessa stöðu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:45 Dagný Brynjarsdóttir þurfti að fljúga aftur til Portland en spilaði svo ekkert. vísir/stefán Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn