Lífið

Þetta tekur við hjá stjörnunum í SKAM

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Inna Svenningdal, Lisa Teige, Iman Meskini, Ulrikke Falch og Josefine Frida Pettersen í hlutverkum sínum sem Chris, Eva, Sana, Vilde og Noora.
Inna Svenningdal, Lisa Teige, Iman Meskini, Ulrikke Falch og Josefine Frida Pettersen í hlutverkum sínum sem Chris, Eva, Sana, Vilde og Noora. NRK
Lokaþáttur norska unglingaþáttarins SKAM fór í loftið um liðna helgi og syrgja aðdáendur um allan heim vinina í Hartvig Nissen skólanum í Osló. Nú tekur við nýr kafli hjá leikarahópnum sem samanstendur af ungum áhugaleikurum sem flestir eru enn á unglingsaldri. En hvað ætli þau ætli að bralla núna?

Iman Meskini sem fór með hlutverk Sönu sagðist í viðtali við Dagbladet að hún ætli að skrá sig í herinn og vera í burtu í eitt ár. Josefine Frida Pettersen, sem fór með hlutverk Nooru, er þegar með nokkur járn í eldinum og hefur meðal annars leikið í leikhúsuppfærslu af Hróa Hetti.

Ulrikke Falch fór með hlutverk Vilde í þáttunum og hyggst setjast aftur á skólabekk. Hún útilokar þó ekki að snúa sér aftur að leiklistinni að námi loknu eða sinna báðu í einu. Inna Svenningdal stundaði nám í leiklist samhliða því að fara með hlutverk stelpu-Chris í þáttunum. Hún ætlar nú að stunda námið af fullum krafti en hún á enn tvö ár eftir.

Tarjei Sandvik Moe og Henrik Holm í hlutverkum sínum sem Isak og Even.Mynd/NRK
Tarjei Sandvik Moe, sem fór með hlutverk Isaks ætlar að einbeita sér að söngleikjaferli sínum. Hann mun nú leika einn úr T-Bird klíkunni í söngleiknum Grease í uppsetningu í Noregi. Henrik Holm, sem áhorfendur þekkja betur sem Even, skrifaði í vor undir samning hjá umboðsskrifstofunni Panorama Agency og ætlar að halda áfram að leika.

Marlon Langeland lék Jonas og segist hann ekki vera búinn að ákveða hvað taki við nú þear Skam er lokið. Hann segir þó að hlutverk hans í þáttunum hafi skapað mörg tækifæri. Thomas Hayes sem fór með hlutverk William hefur sagt að hann vilji halda áfram að einbeita sér að leikaraferli sínum. Hann hefur meðal annars leikið í þáttunum Elven og setur hann stefnuna á Hollywood. 

Saxha Kleber sem fór með hlutverk Mahdi ætlar að leggja leikaraferilinn á hilluna í bili. Hann ætlar þess í stað að starfa sem iðnaðarmaður. David Alexander Sjoholt sem fór með hlutverk Magnusar tekur ekki undir þetta en hann vill starfa áfram sem leikari, annað hvort í sjónvarpi eða kvikmyndum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×