McLaren jók söluna um 99% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2017 16:35 McLaren 720S og 570S Spider. Breski sportbílaframleiðandinn McLaren hóf aftur sölu bíla til almennings árið 2011 og hefur gengið einkar vel allar götur síðan. Þó má segja að árið í fyrra hafi verið einstakt hjá McLaren, en sala fyrirtækisins jókst um hvorki meira né minna en 99%. McLaren seldi þá 3.286 bíla, söluandvirði þeirra jókst um 44% frá árinu 2015 og hagnaðurinn þegar árið var gert upp var 1,23 milljarðar króna. Var það fjórða árið af síðustu 6 árum sem McLaren hefur skilað hagnaði eftir mörg mögur ár þar á undan með viðvarandi taprekstri. Ekki lítur árið í ár verr út, en McLaren hefur borist 1.500 fyrirframpantanir í hinn nýja McLaren 720S bíl. Starfsmannafjöldi McLaren jókst um 114 starfsmenn í fyrra og eru nú 1.606 starfsmenn hjá McLaren. Hjá McLaren Special Operations, sem framleiðir ofurbíla eins og MSO HS og 720S Velocity, jókst salan í fyrra um 147%. Í fyrra seldust 2.031 bílar af gerðinni 570S og 570GT Sport Series og viðbótin nú í formi 570S Spider mun aðeins auka sölu McLaren í ár, fyrir utan tilkomu 720S bílsins. Flestir McLaren bílar seldust í Bandaríkjunum í fyrra, eða 1.139 bílar. Árangur McLaren er eftirtektarverður, en margur ofurbílaframleiðandinn hefur haft draumkenndar áætlanir um framleiðslu heimsklassa sportbíla, en ekki haft erindi sem erfiði. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent
Breski sportbílaframleiðandinn McLaren hóf aftur sölu bíla til almennings árið 2011 og hefur gengið einkar vel allar götur síðan. Þó má segja að árið í fyrra hafi verið einstakt hjá McLaren, en sala fyrirtækisins jókst um hvorki meira né minna en 99%. McLaren seldi þá 3.286 bíla, söluandvirði þeirra jókst um 44% frá árinu 2015 og hagnaðurinn þegar árið var gert upp var 1,23 milljarðar króna. Var það fjórða árið af síðustu 6 árum sem McLaren hefur skilað hagnaði eftir mörg mögur ár þar á undan með viðvarandi taprekstri. Ekki lítur árið í ár verr út, en McLaren hefur borist 1.500 fyrirframpantanir í hinn nýja McLaren 720S bíl. Starfsmannafjöldi McLaren jókst um 114 starfsmenn í fyrra og eru nú 1.606 starfsmenn hjá McLaren. Hjá McLaren Special Operations, sem framleiðir ofurbíla eins og MSO HS og 720S Velocity, jókst salan í fyrra um 147%. Í fyrra seldust 2.031 bílar af gerðinni 570S og 570GT Sport Series og viðbótin nú í formi 570S Spider mun aðeins auka sölu McLaren í ár, fyrir utan tilkomu 720S bílsins. Flestir McLaren bílar seldust í Bandaríkjunum í fyrra, eða 1.139 bílar. Árangur McLaren er eftirtektarverður, en margur ofurbílaframleiðandinn hefur haft draumkenndar áætlanir um framleiðslu heimsklassa sportbíla, en ekki haft erindi sem erfiði.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent