Viðskipti erlent

Vilja selja The Body Shop

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Snyrtivörurisinn L'Oréal tilkynnti í gær að félagið ætti í einkaviðræðum við brasilíska félagið Natura Cosmeticos um sölu á keðjunni The Body Shop.
Snyrtivörurisinn L'Oréal tilkynnti í gær að félagið ætti í einkaviðræðum við brasilíska félagið Natura Cosmeticos um sölu á keðjunni The Body Shop. Vísir/Getty
Snyrtivörurisinn L’Oréal tilkynnti í gær að félagið ætti í einkaviðræðum við brasilíska félagið Natura Cosmeticos um sölu á keðjunni The Body Shop. Samkvæmt tilboði Natura Cosmeticos er keðjan metin á um einn milljarð evra, sem jafngildir um 110 milljörðum íslenskra króna.

Í frétt The Financial Times segir að greinendur séu efins um að The Body Shop sé svo mikils virði. Keðjan hefur átt undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni og erfiðra markaðsaðstæðna.

L’Oreal keypti The Body Shop fyrir um 652 milljónir dala árið 2006. Keðjan rekur um þrjú þúsund verslanir í 66 löndum og starfa þar um 22 þúsund manns. Stjórnendur L’Oreal tilkynntu fyrr á árinu að til stæði að selja keðjuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×