Usain Bolt: Ég hef aldrei verið svona stressaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:45 Usain Bolt fagnar eftir að hafa unnið hlaupið. Vísir/AP Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Sjá meira
Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Sjá meira