Usain Bolt: Ég hef aldrei verið svona stressaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:45 Usain Bolt fagnar eftir að hafa unnið hlaupið. Vísir/AP Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira