Viðskipti erlent

Spá meiri hagvexti á evrusvæðinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska Seðlabankans.
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Vísir/AFP
Evrópski seðlabankinn spáir auknum hagvexti á evru­svæðinu á nætu misserum, en hefur þó ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum.

BBC greinir frá því að bankastjóri bankans, Ítalinn Mario Draghi, hafi gefið í skyn að ekki væri ástæða til að lækka stýrivexti meira í náinni framtíð.

Seðlabankinn spáir 1,9 prósenta hagvexti á evrusvæðinu árið 2017, en í mars var því spáð að vöxturinn myndi nema 1,8 prósentum.

Evrópski seðlabankinn hækkaði einnig hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár úr 1,7 prósentum í 1,8 prósent og spáir 1,7 prósenta hagvexti árið 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×