Atli Jamil vann torfæruna tveimur vikum eftir slys Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2017 11:06 Atli Jamil á flugi í torfærunni á Akureyri um helgina. Gunnlaugur Einar Briem Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent
Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent