Fótbolti

Marta er frábær karakter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marta og Sara Björk voru um tíma samherjar hjá Rosengård í Svíþjóð.
Marta og Sara Björk voru um tíma samherjar hjá Rosengård í Svíþjóð. vísir/getty
Í leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld fá áhorfendur að sjá eina bestu knattspyrnukonu allra tíma, Mörtu. Marta hefur fimm sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims og er enn í allra fremstu röð.

Sara Björk Gunnarsdóttir þekkir vel til Mörtu eftir að hafa spilað með henni hjá sænska liðinu Rosengård þar sem þær urðu meistarar saman.

„Þetta er frábær karakter. Liðsspilari og frábær fótboltakona,“ segir Sara Björk er hún var beðin um að lýsa Mörtu. Hún segir Mörtu ekki líta stórt á sig né vera með einhverja stjörnustæla.

„Hún er mikið á jörðinni miðað við peninga og verðlaunapeningana sem hún hefur unnið sér inn.“


Tengdar fréttir

Vilja að hún bíti aðeins í grasið

Það verður sambastemning í Laugardalnum í kvöld er íslenska kvennalandsliðið spilar við Brasilíu. Með liði Brasilíu spilar ein besta knattspyrnukona allra tíma, Marta. Hún mun ekki fá neitt ókeypis í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×