Tesla orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 09:25 Tesla Model X. Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent
Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent