Fótbolti

Sama byrjunarlið og síðast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. mynd/ksí
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, stillir upp sama byrjunarliði í vináttulandsleiknum gegn Brasilíu og í leiknum gegn Írlandi í síðustu viku. Leikurinn gegn Brasilíu er síðasti leikur Íslands fyrir EM í Hollandi sem hefst 16. júlí.

Ísland stillir upp í leikkerfið 3-4-3 sem Freyr hefur gefið út að liðið muni spila á EM.

Í markinu stendur Guðbjörg Gunnarsdóttir og þær Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir mynda þriggja manna vörn.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vængbakverðir og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir á miðjunni.

Frammi eru svo þær Agla María Albertsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.

Leikur Íslands og Brasilíu hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport HD. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×