Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Brasilíski markvörðurinn Barbara lendir hér í kröppum dansi við samherja og mótherja í leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. vísir/anton „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn