Blindur írakskur flóttamaður vinnur sigur vegna örorkubóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 09:30 Tryggingastofnun vildi gera greinarmun á hverjir teldust vera flóttamenn. Vísir/Pjetur Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla. Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00
Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56