Koenigsegg seldi 80 Regera á 190 milljónir hvern Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 13:53 Koenigsegg Regera er sannkallaður ofurbíl, enda kostar hann skildinginn. Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent
Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent