Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 14:36 Fjórum var sleppt úr haldi lögreglu í dag. Vísir/eyþór Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal í síðustu viku, fimm karlar og ein kona. Karlmennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní en konan til 16. júní. Þremur karlmannanna og konunni var sleppt í dag eftir yfirheyrslur. Staðfest er að Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. Þá voru bræðurnar Rafal og Marcin Nabakowski á meðal þeirra er sleppt var úr haldi í dag. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, að málið sé upplýst að því marki að ekki sé lengur ástæða til að halda sakborningunum fjórum, sem sleppt var í dag, í gæsluvarðhaldi. Grímur segir augljóst að aðild fjórmenninganna hafi verið minni en hinna tveggja. Þá gat Grímur ekki staðfest hvort óskað yrði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir sakborningunum sem enn eru í haldi lögreglu. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Búið að yfirheyra alla sakborninga aftur Búið er að yfirheyra alla sakborninganna í manndrápsmálinu í Mosfellsdal aftur að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2017 20:30 Reyndu að samræma framburð Sakborningunum í morðmálinu í Mosfellsdal ber öllum saman í einu veigamiklu atriði við yfirheyrslur. Framburður þeirra er að öðru leyti á reiki. Búið var að velja nafn á nýfædda dóttur hins látna. 10. júní 2017 07:00 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal í síðustu viku, fimm karlar og ein kona. Karlmennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní en konan til 16. júní. Þremur karlmannanna og konunni var sleppt í dag eftir yfirheyrslur. Staðfest er að Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. Þá voru bræðurnar Rafal og Marcin Nabakowski á meðal þeirra er sleppt var úr haldi í dag. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, að málið sé upplýst að því marki að ekki sé lengur ástæða til að halda sakborningunum fjórum, sem sleppt var í dag, í gæsluvarðhaldi. Grímur segir augljóst að aðild fjórmenninganna hafi verið minni en hinna tveggja. Þá gat Grímur ekki staðfest hvort óskað yrði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir sakborningunum sem enn eru í haldi lögreglu.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Búið að yfirheyra alla sakborninga aftur Búið er að yfirheyra alla sakborninganna í manndrápsmálinu í Mosfellsdal aftur að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2017 20:30 Reyndu að samræma framburð Sakborningunum í morðmálinu í Mosfellsdal ber öllum saman í einu veigamiklu atriði við yfirheyrslur. Framburður þeirra er að öðru leyti á reiki. Búið var að velja nafn á nýfædda dóttur hins látna. 10. júní 2017 07:00 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Búið að yfirheyra alla sakborninga aftur Búið er að yfirheyra alla sakborninganna í manndrápsmálinu í Mosfellsdal aftur að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2017 20:30
Reyndu að samræma framburð Sakborningunum í morðmálinu í Mosfellsdal ber öllum saman í einu veigamiklu atriði við yfirheyrslur. Framburður þeirra er að öðru leyti á reiki. Búið var að velja nafn á nýfædda dóttur hins látna. 10. júní 2017 07:00
Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07